Mikil aukning farþega í hvalaskoðunarferðum frá Húsavík

Á árinu 2023 fóru 131.000 manns í hvalaskoðunarferðir frá Húsavík sem er tæplega 24% aukning frá fyrra ári.

Í hvalaskoðun á Skjálfanda.
Í hvalaskoðun á Skjálfanda.

Á árinu 2023 fóru 131.000 manns í hvalaskoðunarferðir frá Húsavík sem er tæplega 24% aukning frá fyrra ári. 

Þetta kemur fram á heimasíðu Norðurþings en árið í ár er þar með stærsta árið í hvalaskoðun til þessa.

Um 110.000 farþegar fóru í hvalaskoðunarferðir frá Húsavík árlega á árunum 2016- 2018.

Fjögur fyrirtæki hafa boðið uppá í hvalaskoðunarferðir í ár; Sjóferðir Arnars, Húsavík adventures, Gentle Giants og Norðursigling.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744