Metumferð í júlí á HringveginumAlmennt - - Lestrar 115
Umferðin á Hringvegi í nýliðnum júlí jókst um nærri sex prósent miðað við sama mánuð árið 2020.
Þetta kemur fram á vef Vegagerðrinnar.
Met var slegið í mánuðinum en umferðin reyndist 2,3 prósentum meiri en í júlí 2019 þegar fyrra met var sett. Mest jókst umferðin á Austurlandi. Frá áramótum hefur umferðin aukist um tæp 10 prósent miðað við sama tíma fyrir ári. Útlit er nú fyrir að umferðin í ár geti aukist um 12 prósent en yrði eigi að síður minni en umferðin var árið 2019. Um Verslunarmannahelgi jókst umferðin mikið frá því í fyrra, en var heldur minni um Hellisheiði en um sömu helgi 2019 en sú sama um Hvalfjarðargöng.
Milli mánaða
Umferðin um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi reyndist tæplega 6% meiri í nýliðnum júlí borið saman við sama mánuð á síðasta ári. Umferðin reyndist mun meiri en spár gerðu ráð fyrir og var slegið nýtt met í umferðinni um lykilteljarana 16. Fyrra metið var frá árinu 2019 og reyndist umferðin nú 2,3% meiri en gamla metið.
Umferð jókst á öllum landssvæðum en mest um teljarasnið á Austurlandi eða rúmlega 23% en minnst um hb.svæðið eða 0,4%.
Umferð jókst einnig í öllum sniðum fyrir utan eitt, við Úlfarsfell en þar varð 1,3% samdráttur, en mest jókst umferð um mælisnið á Möðrudalsöræfum eða tæp 34%