Meistarflokkur kvenna fær liðstyrk

Meistaraflokkur Völsung í kvennaknattspyrnu hefur fengið öflugan liðstyrk í þrem erlendum leikmönnum.

Meistarflokkur kvenna fær liðstyrk
Íþróttir - - Lestrar 443

Meistaraflokkur Völsung í kvennaknattspyrnu hefur fengið öflugan liðstyrk í þrem erlendum leikmönnum.

Þær heita Niamh Coombes, Linzi Taylor og Aimee Durn en frá þessu segir á heimasíðu Völsungs.

Niamh er 19 ára írskur markmaður. Hún kemur til Völsungs frá írska liðinu Kilkenny City. Hún hefur einnig spilað með yngri landsliðum Írlands. 

Linzi er 25 ára og er uppalin í unglingastarfi Celtic í Skotlandi. Hún getur spilað bæði á miðjunni og sem miðvörður. Hún hefur spilað með yngri landsliðum í Skotlandi en kemur til Völsungs eftir að hafa spilað bæði í Ísrael og á Kýpur. 

Aimee er 21 árs. Hún uppalin í Watford á Englandi og kemur til Völsungs að láni frá Young Harris College í Bandaríkunum þar sem hún er við nám. Hún er miðjumaður með gott auga fyrir mörkum. 

Þjálfari mfl. kvk. John Andrews, segist að vonum vera ánægður með að vera búinn að fá þessa leikmenn í hópinn. Um leikmennina segir hann: 

"Niamh er frábær markmaður. Við höfum fengið hana í upphafi hennar ferils og ég er viss um að hún á eftir að ná langt Linzi er með mikla hæfileika og reynslu sem mun hjálpa liðinu til að ná árangri.Hún er með frábært viðhorf og vilja til að ná árangri. Aimee er með náttúrulega hæfileika og getu til að ná langt. Hún er orkumikill leikmaður og ég er viss um að hún á eftir að eiga frábæran tíma hér hjá okkur í Völsungi". 

Það verður spennandi að sjá hvernig þessir leikmenn koma til með að reynast liðinu. En fyrsti leikur þeirra með Völsungi verður í Mjólkurbikarnum í dag kl. 19:15 gegn Þór/KA á Akureyri.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744