Margrét Hólm ráđin í nýtt starf sviđsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviđs Ţingeyjarsveitar

Margrét Hólm Valsdóttir hefur veriđ ráđin í nýtt starf sviđstjóra fjármála- og stjórnsýslusviđs Ţingeyjarsveitar.

Margrét Hólm Valsdóttir.
Margrét Hólm Valsdóttir.

Margrét Hólm Valsdóttir hefur veriđ ráđin í nýtt starf sviđstjóra fjármála- og stjórnsýslusviđs Ţingeyjarsveitar.

Í fréttatilkynningu segir ađ Margrét komi frá Íslandsbanka en ţar hefur hún gegnt starfi útibússtjóra bankans á Húsavík sl. sex ár.

Margrét Hólm er međ B.Sc. í viđskiptafrćđi frá Háskólanum á Akureyri, iđnrekstrarfrćđingur af markađssviđi frá sama skóla og međ diploma í ferđamálafrćđi frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur einnig lokiđ námi frá Akademias sem viđurkenndur stjórnarmađur.

Margrét hefur fjölbreytta starfsreynslu ađ baki, var sparisjóđsstjóri Sparisjóđs Suđur Ţingeyinga á árunum 1999-2005, fjármálastjóri Framhaldsskólans á Laugum, skrifstofustjóri, sölu og markađsstjóri Reynihlíđar hf. í Mývatnssveit, hótelsstjóri Hótels Laxár í Mývatnssveit og skrifstofustjóri Norđurţings frá 2015-2017.

Margrét sat einnig í sveitarstjórn Skútustađahrepps á árunum 2006-2010 og gegndi ţar stöđu oddvita. Hún hefur einnig mikla reynslu af nefndarstörfum í gegnum tíđina og er nú formađur stjórnar Matvćlasjóđs og formađur stjórnar Náttúrustofu Norđausturlands ásamt ţví ađ sitja í stjórn Ţekkingarnets Ţingeyinga.

Margrét hefur mikla ţekkingu á svćđi ţví sem Ţingeyjarsveit nćr yfir, í gegnum búsetu og störf.

Menntun og reynsla Margrétar Hólm mun án efa nýtast vel í nýju starfi sviđsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviđs en hún hefur störf í upphafi vetrar.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744