Mærudagar á Húsavík fagnar 30 ára afmæli með mikilli skemmtidagskrá!

Í ár fagnar bæjarhátíðin Mærudagar á Húsavík sínu 30. afmæli með fjölbreyttri og spennandi skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa.

Í ár fagnar bæjarhátíðin Mærudagar á Húsavík sínu 30. afmæli með fjölbreyttri og spennandi skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa.

Við bjóðum bæjarbúa og gesti hjartanlega velkomna til að taka þátt í hátíðarhöldunum og njóta þess besta sem Húsavík hefur upp á að bjóða.
Húsavík er komin í hátíðarbúninginn og er orðin vel skreytt ýmsum fígúrum og mæruskrauti út um allan bæ sem og bæjarbúar eru búnir að skreyta húsin sín.

Það er því óhætt að segja að mikill lspenningur og gleði er við völd á víkinni þessa dagana að fagna okkar fallega bæjarfélagi með glæsilegri hátíð.


Setning hátíðarinnar fer fram í dag. Þar sem bæjarbúa klæða sig upp í hverfislitum og verður litablöndun í Skansanum - portið bak við Þekkingasetrið þar sem bæjarbúar og aðrir gestir hittast og eiga góða stunda saman.


Á föstudag verða eftirfarandi viðburðir:
Fríir tónleikar í Húsavíkurkirkju: Komdu og njóttu tónlistar í fallegu umhverfi.

Botnvatnshlaup: Hlaupið umhverfis vatnið og tilvalið fyrir hlaupagarpa sem njóta þess að hlaupa í fallegu umhverfi.
Hrútaþukl á bryggjunni: Einstakt tækifæri til að sjá flottustu hrúta landsins.
Karnivalstemmning á bryggjunni: Matarvagnar og tvö tívolí verða á bryggjunni, sem bjóða upp á fjölbreyttan mat og skemmtun og verða alla helgina

Helstu atriði dagskrárinnar um helgina eru meðal annars:
Glæsileg barnadagskrá á laugardaginn - Barnafjör á bryggjunni kl. 15:  Hvolpasveitin mætir á svæðið og skemmtir börnum ásamt dansatriðum frá Steps Dancecenter og nammikasti frá Freyju, Birnir tekur lagið og Tónasmiðjan býður upp á tónlistarveislu.
Froðurennibraut: Skemmtileg afþreying fyrir krakka sem vilja renna sér í froðufjör í umsjón slökkviliðs Húsavíkur
Krakkahlaup og bjórhlaup: Hressandi hlaup fyrir börn og fullorðna.

 

Um kvöldið verður tónlistarveisla með 4 klukkustunda Mærudagstónleikum þar sem fram koma:
Einar Óli,
Daniil
Viddi Greifi
Birgitta Hauidal
Birnir
Bryggjusöngur með Elvari og Guðna

Færibandið

Tónleikarnir enda með glæsilegri flugeldasýningu


Á sunnudag:
Leikhópurinn Lotta: Sýning um Bangsimon sem mun gleðja börn og fjölskyldur.
Mæruhlaup: Skemmtilegt hlaup fyrir alla aldurshópa með gleði og stemningu þar sem börn hlaupa um götur Húsavíkur að leita af hvítum veiifum og ná sér í mæru hjá íbúum.

Samkomuhúsið: Leikur og söngur Jóa Einars og Félag eldriborgara Húsavíkur og nágrennis.


Allir viðburðir á hátíðarsviði Mærudaga er ókeypis sem og margir viðburðir helgarinnar. Sjá dagskrá neðst ásamt myndum.

Nánari upplýsingar um dagskrá og viðburði má finna á heimasíðu Mærudaga og samfélagsmiðlum.

Facebook: https://www.facebook.com/maerahusavik

Instagram: https://www.instagram.com/maerudagarhusavik/


Við hlökkum til að sjá ykkur öll og gera þessa hátíð að ógleymanlegri upplifun fyrir alla þátttakendur.
Mærudagar á Húsavík – Fagnaðu með okkur!


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744