Loksins ball með VON á Húsavík

Hljómsveitin VON verður með stórdansleik á Fosshótel Húsavík á Páskadagskvöld og með þeim verður sérstakur gestur sem er engin önnur en Sigga Beinteins.

Loksins ball með VON á Húsavík
Almennt - - Lestrar 465

Hljómsveitin VON lofar miklu stuði á páskaballinu.
Hljómsveitin VON lofar miklu stuði á páskaballinu.

Hljómsveitin VON verður með stórdansleik á Fosshótel Húsavík á Páskadagskvöld og með þeim verður sérstakur gestur sem er engin önnur en Sigga Beinteins. Hljómsveitin Von er gerð út frá Sauðárkróki en er að mestu mönnuð mönnum frá Húsavík.

 

Það eru þeir Gunni Illugi og Guðni Braga ásamt Sigga Dodda  þannig að það má segja að bandið sé frá Húsavík. Guðni segir að ballið hefst á miðnætti en á undan eða klukkan 20:00 verður haldið barnadansleikur fyrir alla fjölskylduna. Þar mun Sigga einnig koma fram þar og taka nokkur lög, m.a. úr Söngvaborg.

Guðni segir drengina í VON lofa brjáluðu stuði á ballinu þeir séu spenntir að koma á víkina og gera allt vitlaust á Fosshótel Húsavík á Páskadagskvöld.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744