Lóan er kominAlmennt - - Lestrar 328
Lóan er komin á svæðið og er það í fyrra fallinu þetta vorið.
Í venjulegu árferði hér Norðanlands koma þær oft um miðjan apríl.
Gaukur Hjartarson sá lóurnar við Héðinshöfða síðdegis í dag en þær voru 26 talsins.
Aðspurður sagði Gaukur þetta vera svona frekar snemmt fyrir lóur við Húsavík án þess að þó að ógna neinu meti.
Það er ekki úr vegi að rifja upp ljóð Páls Ólafssonar um þennan ljúfa vorboða við þetta tækifæri:
Lóan er komin að kveða burt snjóinn,
að kveða burt leiðindin, það getur hún.
Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún.
Hún hefir sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefir sagt mér að vakna og vinna
og vonglaður taka nú sumrinu mót.
Páll Ólafsson
1827 - 1905