Ljótir á hattinum

Ljótu hálfvitarnir halda tvenna tónleika á Grćna Hattinum á Akureyri föstudags- og laugardagskvöldin nćstu og stefna eindregiđ ađ ţví ađ hafa ţessa

Ljótir á hattinum
Almennt - - Lestrar 136

Ljótu hálfvitarnir halda tvenna tónleika á Græna Hattinum á Akureyri föstudags- og laugardagskvöldin næstu og stefna eindregið að því að hafa þessa konserta að minnsta kosti jafn skemmtilega og venjulega. Hálfvitarnir eru á fullu að starta sér eftir stutt sumarfrí, eru búnir að semja nokkur ný lög sem verða flutt á tónleikunum í bland við allskyns standarda.

 

Hatturinn er eitt af helstu varnarþingum hljómsveitarinnar og sjaldgæft að þar sé mikið laust pláss. Forsjálir norðanmenn tryggja sér því miða í forsölu sem stendur yfir í Eymundsson, hinum megin við götuna. Um fjögurleytið á laugardaginn ætla svo hálfvitarnir að spila nokkur lög á annari hæðinni hjá Eymundssyni og árita jafnvel diska sé þess óskað. Þangað eru ekki síst velkomnir þeir aðdáendur sem ekki hafa aldur til að sækja öldurhús á borð við Græna hattinn.

 

 

 

 

 

Tónleikarnir á Hattinum hefjast kl. 22 bæði kvöldin, en húsið verður opnað klukkutíma fyrr.

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744