Ljósmyndaklúbbur Húsavíkur endurvakinnAðsent efni - - Lestrar 731
Það eru margir áhugaljósmyndarar á Húsavík sem hafa mikla þekkingu og eiga mikið safn ljósmynda. Starfsemi Ljósmyndaklúbbs Húsavíkur hefur legið niðri í allmörg ár en klúbburinn hefur nú verið endurvakinn.
Boðað var til fundar í sal Borgarhólsskóla, lögð fram drög að lögum fyrir kúbbinn, spjallað um myndir, vélar og allt það sem sameinar áhugafólk um ljósmyndun. Í stjórn klúbbsins vori kjörin, Hjálmar Bogi Hafliðason, formaður, Örlygur Hnefill Örlygsson, ritari og Dagmar Kristjánsdóttir, gjaldkeri.
Markmið klúbbsins eru m.a. að efla tengsl og kynni meðal félagsmanna sinna, standa fyrir sýningum á verkum þeirra, standa fyrir námskeiðum og fyrirlestrum og reka stúdíó fyrir félagsmenn. Klúbburinn er öllum opinn og stefnt er á hitting þann 25. janúar næstkomandi, nánar auglýst síðar.
Stjórn Ljósmyndaklúbbs Húsavíkur
(Fréttatilkynning)