Lítill rúntur um víðáttur Ástralíu - Þriðji hluti - Suður-ÁstralíaFólk - - Lestrar 541
Þann 14 ágúst fórum við frá Northern Territory yfir til Suður- Ástralíu og var stefnan tekin á Coober Peddy sem er í miðri eyðimörkinni.
Þegar við komum inn í Suður- Ástralíu höfðum við ekið samtals rúmlega 4400 km. frá því að þessi rúntur hófst. Á fyrsta degi í Suður- Ástralíu var ekið um 520 km. frá landamærum Northern Territory.
Malarhaugar við Coober Peddy.
Þegar Coober Peddy blasti við var það fyrsta sem við sáum stórir og miklir malarhaugar í kringum þennan bæ en hann er mikill námubær þar sem fólk sem grefur holur ofan í jörðinna og leitar af Opal. Opal er mjög verðmætur steinn sem notaður er i skartgripi.
Ekki fer fyrir miklum gróðri í Coober Peddy, þar sem þetta er eyðimerkurbær. Í Coober Peddy býr um 4000 manns og lifir 80% af fólkinu neðan jarðar, hefur grafið sér heimili vegna mikils hita sem getur verið þarna eða allt að 50 stig yfir sumarið. Vorum við því ákveðin að gista á einu af mörgum neðanjarðar hótelum, mjög gaman var að koma þarna inn og sjá hvernig gangarnir og herbergin voru grafinn inn í bergið. Hitastigið var bara mjög þæginlegt þarna inni og er að jafnaði 23-27 gráður allt árið.
Hótelið séð að utan.
Og innan.
Við ákváðum að kíkja á neðanjarðar veitingastað sem var virkilega gaman að koma á, góður matur og þjónusta og mjög sérstakt að vera oní holu að borða haha.
Veitngastaðurinn neðanjarðar.
Það var einnig ákveðið að kíkja á eitt heimili sem er þarna í Coober Peddy en það var í kringum 1960 sem að ung kona að nafni Fay kom til Cooper Peddy og hún ásamt tveimur öðrum konum ákváðu að gera sér neðanjarðarhús, það tók þær 10 ár þar sem allt var gert með höndunum, og við erum að tala um svaka flott hús á mörgum hæðum hjá þeim stöllum.
Neðanjarðarheimili.
Tók tíu ár að grafa allt út.
Frá Coober Peddy ókum við til Port Augusta, sem er um 540 km. leið og þar gistum við eina nótt og hér komum loks niður að sjó, eftir langann akstur um eyðimörkina og mjög hrjóstugt svæði. Þar sem að það var mjög vindasamt og rigning var bara stoppað eina nótt í Port Augusta og farið af stað niður til Adelaide og vorum við komin þangað 16 ágúst.
Að sjálfsögðu var vætusamt í Adelaide en hún er mjög falleg og gróin borg. Við höfðum ákveðið í upphafi ferðalagsins að vera ekki mikið að eyða tíma okkar í stórborgunum heldur skoða frekar landið, var því bara stoppað eina nótt í Adelaide.
Hilda við vínekru í Barossadalnum.
Jacobs Creek.
Jónas í Jacobs Creek.
Ostar og vín hjá Hildu í Jacobs Creek.
Daginn eftir var brunað til Barrossadalsins, sem er frægt vínhérað hér í Ástralíu og áttum við þar yndislegan dag. Þar sem farið var meðal annars í vínsmökkun hjá þeim í Jackobs Creek og smakkað á rauðvíni og borðaðir gómsætir ostar með, í yndislegu veðri. Og þar sem veðrið lék við okkur var ákveðið að kíkja líka í bjórsmökkun. Frá Barross ókum við kræklótta sveitavegi áður en komið var aftur niður að sjó, haldið var svo áfram til suðurs niður með ströndinni og stefnan tekin á Victoria og Great Ocean Road. Yfir landamærin til Victoriu fórum við þann 18 ágúst og höfðum við þá ekið tæplega 2000 km. í Suður-Ástralíu.
Segjum ykkur meira frá Victoriusýslu í næsta pistli.
Bestu kveðjur til ykkar allra frá litlu eyjunni í suður höfum.
Jónas og Hilda.