Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. - lyklar afhentir af fyrstu íbúðAlmennt - - Lestrar 225
Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. afhenti s.l. miðvikudag fyrsta leigjandanum lykla að nýrri íbúð við Melgötu 6a í Ljósavatnsskarði.
Leigjandinn Unnur Gunnars-dóttir var að vonum ánægð með að komast í nýja íbúð með dætur sínar tvær og munu þær nota næstu daga til að koma sér fyrir.
Helga Sveinbjörnsdóttir, byggingarfulltrúi afhenti lyklana fyrir hönd Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses.
Fram kemur í frétt á heimasíðu Þingeyjarsveitar að parhúsíbúðirnar við Melgötu 6a og 6b séu Svansvottaðar og eru hvor um sig 80 m2 með tveimur svefnherbergjum, eldhúsi og stofu í sama rými, forstofu og geymslu. Ísskápur og uppþvottavél fylgja með.
FaktaBygg Ísland ehf. sá um framkvæmdina fyrir Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. og eru íbúðirnar nú tilbúnar til útleigu en lóðafrágangi lýkur í sumar.
Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. áforma að byggja samskonar parhús við Víðigerði í Aðaldal og kaupa tvær 67 m2 íbúðir í nýbyggingu sem verður reist á Lautavegi á Laugum í sumar. Samtals verða þetta því sex íbúðir til útleigu á vegum félagsins sem er hrein viðbót leiguíbúða í sveitarfélaginu