Kvöldmessa og kyrrðarstund vegna hamfaranna á Haíti

„Kirkjan er vettvangur til að minnast þeirra sem þjást vegna náttúruhamfar-anna á Haíti og þrátt fyrir að við getum vissulega tekið þátt í

Frá vettvangi á Haíti. Ljósm. landsbjorg.is
Frá vettvangi á Haíti. Ljósm. landsbjorg.is

„Kirkjan er vettvangur til að minnast þeirra sem þjást vegna náttúruhamfar-anna á Haíti og þrátt fyrir að við getum vissulega tekið þátt í fjársöfnun þeim til handa þá er ekki síður mikilvægt að við leggjum okkar skerf af mörkunum og biðjum fyrir þessari fjarlægu þjóð sem stendur frammi fyrir því er virðist óyfirstíganlegum vanda“. Segir Sighvatur Karlsson sóknarprestur.  

 

Sr. Sighvatur vill því hvetja sóknarbörn til að mæta í kvöldmessu í Húsavíkur-kirkju kl. 20:00 í kvöld. Þar syngur Kirkjukór Húsavíkur undir stjórn Judit György og einnig verður kyrrðarstund þar sem kirkjugestum gefst kostur á að tendra bænaljós og minnast þannig þeirra sem þjást vegna náttúruhamfaranna á Haíti.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744