Kvenverur íslenskra þjóðsagna á H é r n a

Kvenverur íslenskra þjóðsagna er heiti á myndlistarsýningu sem Solveig Thoroddsen opnaði nýlega á kaffihúsinu H é r na við Stóragarð.

Kvenverur íslenskra þjóðsagna á H é r n a
Almennt - - Lestrar 115

Kvenverur íslenskra þjóðsagna er heiti á myndlistarsýningu sem Solveig Thoroddsen opnaði nýlega á kaffihúsinu Hérna við Stóragarð.

Solveig Thoroddsen stundaði B.A. nám við Myndlistardeild LHÍ 2007-2010 og útskrifaðist með mastergráðu frá sama skóla árið 2015.

Solveig hefur verið virkur myndlistarmaður allar götur síðan.  

Viðfangsefni myndverkanna sem hér eru til sýnis á  Hérna, eru kvenverur íslensku þjóðsagnanna.

,,Þjóðsögurnar hafa fylgt mér síðan ég var lítil stúlka sem gróf sig ofan í þær og las spjaldanna á milli. Sem fullorðinn myndlistarmaður hefur myndlist mín gjarna haft femínískar tilvísanir og einblínt á þau sjónarhorn út frá mér sem konu.

Í íslensku þjóðsögunum má alveg fullyrða að hlutur kvenpersóna er áberandi. Þær eru ástsjúkar, trylltar, dulmagnaðar, örvæntingafullar, blíðar, sterkar, klókar og úrræðagóðar.  Þær eru gerendur og miklir örlagavaldar, í eigin lífi og annarra.

Þær birtast einnig sem fórnarlömb þjóðfélagslegra aðstæðna og viðmiða en undartekningarlaust bregðast við þeirri stöðu sinni á áhrifaríkan hátt.” Segir Solveig Thoroddsen.

Ljósmynd - Aðsend


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744