Kvennalið Völsungs komið í undanúrslit í bikarkeppni BLÍÍþróttir - - Lestrar 443
Kvennalið Völsungs í blaki tryggði sér um helgina sæti í undanúrslitum bikarkeppni BLÍ.
Þær gerðu það með öruggum sigri á liði UMFL á Laugarvatni 3-0 í átta liða úrslitum
Helgina 23.-24. mars verður leikið til úrslita í bikarkeppninni í Laugardalshöllinni bæði í meistaraflokkum karla og kvenna og yngri flokkum stráka og stelpna
Það verður græn stemmning í Laugardalshöllinni þar sem Völsungur mun eiga 3 lið í þessari úslitakeppni því ásamt meistaraflokki kvenna munu bæði stráka og stelpulið Völsungs í 4. flokki leika til úrslita í bikarkeppni yngri flokka.
Nú fyrir helgi var gengið frá samningi við hina Bandarísku Ashley Diedrich sem mun leika með meistarflokki kvenna út tímabilið. Ashley er kantsmassari og öflugur leikmaður sem mun styrkja Völsungssliðið verulega í lokabaráttunni í vetur.