Kristján Jóhannsson og söngvinir í Húsavíkurkirkju

Kristján Jóhannsson hélt eftirminnilega tónleika í Háskólabíó á síđasta ári í tilefni 30 ára söngafmćlis síns. Núna heldur Kristján ásamt Hljómsveit

Kristján Jóhannsson og söngvinir í Húsavíkurkirkju
Ađsent efni - - Lestrar 57

Kristján Jóhannsson.
Kristján Jóhannsson.

Kristján Jóhannsson hélt eftirminnilega tónleika í Háskólabíó á síðasta ári í tilefni 30 ára söngafmælis síns. Núna heldur Kristján ásamt Hljómsveit Hjörleifs Valssonar og Söngvinum út á land og syngur meðal annars í Húsavíkurkirkju kl. 16 á laugardaginn n.k..

 

 

 

Það er of langt mál að telja upp afrek Kristjáns í óperu- og tónlistarhúsum um víða veröld, sigrar hans og viðtökur gagnrýnenda hafa yfirleitt verið á eina lund, hvort heldur sem er í Metropolitan óperunni, á Scala í Covent Garden eða í Carnegie Hall.

 

En nú er Kristján Jóhannsson kominn aftur heim og mun dvelja hér næstu tvö árin. Á þeim tíma munu margir njóta starfskrafta hans, en Kristján kennir um þessar mundir í söngskóla Sigurðar Demetz og hefur haldið „masterclassa“ í Söngskólanum í Reykjavík fyrir næstu kynslóð söngvara. Kristján á þá ósk heitasta að koma fleiri Íslendingum á framfæri og sjá þá ná árangri á alþjóðlegum vettvangi óperuheimsins.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744