Komum í veg fyrir bruna af völdum kerta

Í desember eykst notkun kerta. Flestir kertabrunar verða á aðfangadag, jóladag, gamlársdag og á nýársdag eða þá daga sem við erum heima í faðmi

Komum í veg fyrir bruna af völdum kerta
Aðsent efni - - Lestrar 737

Í desember eykst notkun kerta.  Flestir kertabrunar verða á aðfangadag, jóladag, gamlársdag og á nýársdag eða þá daga sem við erum heima í faðmi fjölskyld-unnar. 

Í flestum tilfellum um að ræða minni háttar bruna þar sem enginn slasast og lítið fjárhagsleg tjón verður.  Það er þó mikilvægt að hafa í huga að lítið þarf til þess að kertabruni orsaki stórtjón. 

Hvers vegna kviknar í út frá kertum? 
„Helsta ástæða kertabruna er að það gleymist að slökkva á kertunum eða logandi kerti eru skilin eftir í herbergi þar sem enginn er segir Fjóla Guðjónsdóttir forstöðumaður forvarna hjá  Sjóvá“.  „Þetta á jafnt við á um heimili sem og fyrirtæki.  Það ber því að ítreka það enn og aftur að slökkva á kertum þegar farið er út úr herbergi segir Fjóla“. Fyrirtæki ættu fara yfir hvaða reglur gilda um kertanotkun hjá þeim.  Víða má sjá kerti á kaffistofum og inn á skrifstofum sem auðveldlega getur gleymst að slökkva á.  

Ef nefna á nokkur atriði sem gæta þarf varúðar við þá er t.d. aukahlutir sem föndraðir eru utan á kerti s.s. pappír eða skraut en slíkt getur aukið brunahættu. Þó svo að notuð séu eldtefjandi efni við föndur þá má aldrei treysta alfarið á slíkt.  Aðventukransinn eða borðskreytingin þarf að vera þannig að kertið nái ekki í skraut eða greni og kertastjakar eða undirlag óbrennanlegt. Kubbakerti má aldrei setja beint á borð eða trébakka og staðsetning kerta skiptir miklu máli.  Dæmi er um að kviknað hafi í síðu hári og fatnaði þar sem kerti voru staðsett þannig að auðvelt var að reka sig í þau svo sem á borði eða í glugga.

Hvað getur þú gert til þess að koma í veg fyrir kertabruna?

  • Skiljið aldrei eftir logandi kerti þegar herbergi er yfirgefið.
  • Undirlag kerta (kertastjaki) þarf að vera stöðugt og óbrennanlegt.
  • Staðsetning kerta skiptir máli. Kubbakerti má aldrei setja beint á borð eða tré.
  • Aukahlutir sem settir eru utan á kerti  geta aukið brunahættu.  Dæmi um slíkt eru prentaðar myndir á pappír, servéttur, borðar, skraut, glimmer eða þurrkaðir ávextir.
  • Aldrei má treysta á virkni eldtefjandi efna fyrir kerti s.s. föndurlím eða sprey sem er eldtefjandi.
  • Auðbrennanlegt efni s.s. borðar eða greni má ekki vera of nærri kertaloga.
  • Það henta ekki öll ílát sem kertastjakar, falleg glös eða ílát geta hitnað eða sprungið við hitann frá kertinu.
  • Styttið langan kertakveik (15-20mm) og treystið aldrei á sjálfslökkvandi kerti eða eldtefjandi efni.
  • Hafið ekki mishá kerti of nærri hvort öðru.  Kertaloginn getur brætt hærra kertið.
  • Veldu kerti þar sem kveikurinn nær ekki alveg niður.

  

Útikerti

  • Staðsetning útikerta skiptir miklu máli. Ekki er öruggt að setja þau á trépall, trégirðingu eða annað efni sem brennur auðveldlega.
  • Staðsetjið útikerti ekki of nærri inngangi eða í tröppum þar sem t.d. viðskiptavinir eða gestir geta rekið sig í þau. Logi útikerta getur auðveldlega náð til flaksandi yfirhafna og gangandi barna.
  • Mörg útikerti eru þannig að vax þeirra verður allt fljótandi og formið verður heitt.
  • Snertið ekki form útikerta með berum höndum og alls ekki þegar kveikt er á þeim.
  • Ef snjór eða vatn slettist á bráðið vax útikerta getur orðið sprenging og heitt vaxið farið á þann sem stendur nærri.
  • Ekki hella vatni á útikerti ef ætlunin er að slökkva á því – betra er að kæfa eldinn.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744