Kom færandi hendi á sínar heimaslóðir

Guðmundur Vilhjálmsson eigandi Garðvíkur ehf. á Húsavík kom færandi hendi til Þórshafnar í vikunni.

Kom færandi hendi á sínar heimaslóðir
Almennt - - Lestrar 385

Guðmundur Vilhjálmsson við gjöfina góðu.
Guðmundur Vilhjálmsson við gjöfina góðu.

Guðmundur Vilhjálmsson eigandi Garðvíkur ehf. á Húsavík kom færandi hendi til Þórshafnar í vikunni.

Guðmundur, sem er frá Syðra-Lóni á Langanesi, afhenti þar björgunarsveitinni Hafliða færan-lega rafmagnstöflu sem mun nýtast vel í verkefnum sveitar-innar. 

Ljósmynd - Aðsend

Guðmundur Vilhjálmsson og Þorsteinn Ægir Egilsson með rafmagnstöflun á milli sín en Þorsteinn Ægir tók við gjöfinni fh. björgunarsveitarinnar Hafliða.

Meðfylgjandi myndir eru fengnar af Fésbókarsíðu Hafliða þar sem Guðmundi og hans fólki hjá Garðvík er þakkað kærlega fyrir gjöfina.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744