Kolbrún Ada: Ágæta ríkisstjórn.

Ég eins og aðrir íbúar hér á Húsavík er ég miður mín yfir áætlunum ykkar um niðurskurð á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Ég geri mér líka grein fyrir því

Kolbrún Ada: Ágæta ríkisstjórn.
Aðsent efni - - Lestrar 749

Ég eins og aðrir íbúar hér á Húsavík er ég miður mín yfir áætlunum ykkar um niðurskurð á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Ég geri mér líka grein fyrir því að það þarf að skera niður og spara til að vinna okkur út úr þessum hremmingum sem fæst okkar tóku þátt í en er þetta virkilega lausnin?

 

Skipta tölur bara máli í þessu samhengi eða metum við ekki lengur líf og öryggi fólksins í landinu. Skipta fjarlægðir og veðurfar heldur engu máli?

 

Ég lenti í mjög alvarlegu bílslysi þegar ég var 16 ára gömul hér rétt utan við bæinn. Ég þakki guði fyrir það hversu skjót viðbrögð voru og þá aðhlynningu sem ég fékk á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Ég þurfti svo suður í aðgerð í framhaldinu og lá þar í 2 vikur. Þá fékk ég að fara heim, já ég segi heim því ég fékk að leggjast inn á sjúkrahús í mínum bæ. Þar gat ég svo áfram unnið að uppbyggingu minni. Ég held að allir sem lenda í áföllum viti hversu mikilvægur stuðningur fjölskyldunnar er á erfiðum tímum. Það var mér ómetanlegt að geta verið nálægt minni fjölskyldu í þessu erfiða ferli.

 

Við gleymum nefnilega að á bak við þessar niðurskurðartölur er fólk, frábært fagfólk sem skiptir okkur miklu máli. Við megum ekki við því að missa þetta fólk frá okkur.

Í stefnu Vg segir "Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill beita sér fyrir róttækum þjóðfélagsumbótum almenningi til hagsbóta,.... Stöðu landsbyggðarinnar verður að styrkja með róttækum kerfisbreytingum og valddreifingu til að treysta byggð. Afar brýnt er að bregðast við fólksflótta frá landsbyggðinni, fyrst af öllu með því að leiðrétta þá fjárhagslegu mismunun sem landsbyggðarfólk býr við í námskostnaði, húshitun og vöruverði. Fjölbreytt atvinnulíf og öflug menningarstarfsemi ásamt traustri samfélagsþjónustu og góðum skólum er undirstaða lífvænlegrar byggðar"[1]

Í stefnu samfylkingarinnar segir "Við viljum að jöfnuður verði tryggður með samhjálp. Allir þegnar samfélagsins eiga rétt á heilbrigðisþjónustu, menntun og annarri samfélagslegri þjónustu óháð efnahag."[2]

Eru þetta bara falleg orð á blaði eða stendur eitthvað á bak við stefnuyfirlýsingar ykkar?

Kolbrún Ada Gunnarsdóttir

Bréf þetta var sent ráðherra og þingmönnum kjördæmisins.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744