Kjósum um jólatré Húsavíkur 2021

Í dag hófst kosning um jólatré Húsavíkur árið 2021 og mun kosningin standa út fimmtudaginn 18. nóvember.

Kjósum um jólatré Húsavíkur 2021
Almennt - - Lestrar 401

Jólatréð 2020.
Jólatréð 2020.

Í dag hófst kosning um jólatré Húsavíkur árið 2021 og mun kosningin standa út fimmtu-daginn 18. nóvember.

Tilnefnd voru fjögur glæsileg tré.

Á heimasíðu eru Norðurþings eru íbúar hvattir til að taka þátt og velja það tré sem þeir telji að sómi sér best sem jólatré Húsavíkur 2021.

Íbúar eru hvattir til að gera sér glaðan dag, rölta um bæinn og skoða tréin sem eru tilnefnd en á sama tíma er bent á að tréin eru í einkagörðum og bera þarf virðingu fyrir eigum og friðhelgi eigenda. 

Ef einhverjar spurningar eru vegna þessa vinsamlega hafið samband við umhverfisstjóra Norðurþings í síma 464-6100 eða á netfangið smari@nordurthing.is


Kosning fer fram hér og notast þarf við rafræn skilríki


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744