Kaupum flugeldana heima - verslum við Kiwanis

Hvert samfélag er byggt upp af því fólki sem í því býr, gerð þess og gæði velta á fólkinu sjálfu.

Kaupum flugeldana heima - verslum við Kiwanis
Aðsent efni - - Lestrar 768

Guðmundur Karl Jóhannesson.
Guðmundur Karl Jóhannesson.

Hvert samfélag er byggt upp af því fólki sem í því býr, gerð þess og gæði velta á fólkinu sjálfu.
Sumir hafa bundist samtökum sem stuðla að því að gera samfélagið betra og manneskjulegra og leggja mikið á sig til að svo megi verða. Ein slík félagasamtök sem hér starfa, er Kiwanisklúbburinn Skjálfandi.

Aðal fjáröflunarleið klúbbsins  er árleg sala á flugeldum. Öll vinna í kringum söluna er unnin í sjálfboðavinnu og þeir fjármunir sem aflast hafa í gegn um árin runnið óskipt til ýmissa góðgerðamála s.s. einstaklinga, félagasamtaka og oftar en ekki beint til Björgunarsveitarinnar Garðars hér á Húsavík .

Um er að ræða verulega fjárhæðir sem virkilega hefur munað um  fyrir þá sem notið hafa.                  

Aðalverkefni klúbbsins í ár er að aðstoða Björgunarsveitina Garðar í að endurnýja björgunarskip deildarinnar, Jón Kjartansson. En þann bát gaf Kiwanisklúbburinn Skjálfandi björgunarsveitinni árið 2000 og er nú komið að endurnýjun hans.

Ég vil leyfa mér að skora á alla Húsvíkinga og nærsveitarmenn að leggja Kiwanismönnum lið með því að kaupa flugelda hjá þeim og þannig eiga þátt í að leggja góðum málefnum í nærsamfélaginu okkar lið.

Þingeyingar ! Verslum heima! Verslum hjá þeim sem sinna okkar samfélagi!

VERSLUM FLUGELDANA HJÁ KIWANIS!
Með Kiwaniskveðju,
Guðmundur K Jóhannesson.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744