06. jan
Jólin kvödd með flugeldumAlmennt - - Lestrar 159
Húsvíkingar kvöddu jólin undir kvöld með flugeldasýningu Kiwanisklúbbsins Skjálfanda sem skotið var upp frá hafnargarðinum gamla.
Um hefðbundna Þrettándagleði var ekki að ræða í ár vegna kórónuveirunnar en engar brennur voru í Norðurþingi um áramót né á Þrettándanum.
Gaukur Hjartarson tók þessa mynd og með því að smella á hana er hægt að skoða hana í hærri upplausn.