Jólatónleikar Samhljóms tókust velAðsent efni - - Lestrar 811
Samhljómur, fjölskyldu- og styrktarsjóður Þingeyinga, hélt sína árlegu jólatónleika og skemmtun s.l. sunnudag. Góð mæting var á tónleikana.
Að venju kom hljómsveitin Hjálmar og Þeir fram, ásamt úrvali yngri og eldri söngvara og barnakóra frá Borgarhólsskóla og Hafralækjarskóla.
Karlaklúbburinn Sófía, sem er bakhjarl Samhljóms, sá um kaffisöluna og stjórnaði jólagetraun skemmtunarinnar. Verslanir og þjónustaðilar á Húsavík og einstaklingar höfðu gáfu mjög veglega vinninga.
Öll innkoma af miðasölu og kaffisölu rennur óskipt í styrki til einstaklinga og fjölskyldna, sem á einhvern hátt hafa lent í áföllum, t.d. vegna alvarlegra sjúkdóma.
Stjórn Samhljóms er afar þakklát öllum sem komu að undirbúningi og framkvæmd jólaskemmtunar og þakkar íbúum fyrir góða þátttöku og styrk við gott málefni. Áfram verður tekið á móti styrkjum í útibúum banka og sparisjóða á svæðinu.
Jólakveðja frá Samhljómi.
Hér eru þrír ættliðir á sviði, Sigurður Illugason, Gunnar Illugi og Arnþór Illugi sá stutti.
Fleiri myndir og jafnvel myndbönd eiga eftir að birtast þegar tími vinnst til.