Jólaskemmtun Samhljóms er í dag

Hin árlega jólaskemmtun Samhljóms - styrktarfélags verður haldin á Fosshóteli Húsavík (Félagsheimili Húsavíkur) í dag kl.16:00. Um er að ræða

Jólaskemmtun Samhljóms er í dag
Almennt - - Lestrar 158

Siggi Illuga er með að venju.
Siggi Illuga er með að venju.

Hin árlega jólaskemmtun Samhljóms - styrktarfélags verður haldin á Fosshóteli Húsavík (Félagsheimili Húsavíkur) í dag kl.16:00. Um er að ræða styrktartónleika, því öll innkoma rennur í styrki til Þingeyinga sem hafa lent í áföllum, s.s. slysum eða fengið erfiða sjúkdóma.


Fram koma Hjálmar og þeir!
Hjálmar Ingimarsson, Guðni Bragason, Sigurður Illugason, Jón Gunnar Stefánsson og Gunnar Illugi Sigurðsson.

Frábærir gestir:
Bylgja Steingrímsdóttir, Aðalsteinn Júlíusson, Kristján Halldórsson, Halla Marín Hafþórsdóttir, Daníel Borgþórsson, Valdís Jósefsdóttir og félagar úr Karlaklúbbnum Sófíu.

Tónlist, getraunir og margt fleira skemmtilegt - vegleg verðlaun í boði.
Kaffisala, kaffi, kakó og smákökur, meðan á skemmtun stendur.

Þingeyingar, eigum góða stund saman fyrir jólin, skemmtun okkur með frábæru tónlistarfólki og styrkjum um leið gott málefni.

Aðgangseyrir aðeins 1000kr.
Tekið er á móti frjálsum framlögum á staðnum og bankaútibúum.

Stjórn Samhljóms.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744