John Andrews ráđinn ţjálfari meistaraflokks kvenna hjá VölsungiÍţróttir - - Lestrar 700
Knattspyrnudeild Völsungs hefur náđ samkomulagi viđ John Andrews um ţjálfun meistaraflokks kvenna nćsta tímabil.
John er frá Cork á Írlandi og kom hingađ frá Indlandi eftir gott tímabil ţar sem hann vann međ Dsk Shivajians og alţjóđlegu akademíunni frá Liverpool FC.
Frá ţessu segir á fésbókarsíđu Grćna hersins:
Hann er međ UEFA-A ţjálfararéttindi ásamt ţví ađ hafa lokiđ háskólagráđu í íţróttafrćđum og heilsu. Hann er einnig vottađur ISSA og FMS einkaţjálfari
John hefur áđur starfađ á Íslandi en hann lék knattspyrnu fyrir Aftureldingu í nokkur ár og gerđist síđar ţjálfari fyrir félagiđ. M.a. sem ađalţjálfari mfl. kvenna hjá Aftureldingu í Pepsi deildinni í nokkur ár.
John mun einnig sinna ţjálfun tveggja yngri flokka hjá félaginu sem og styrktarţjálfun bćđi hjá yngri flokkum og meistaraflokkunum.
Ţessi ráđning er gífurlega mikill fengur fyrir Völsung og liđur í ţví ađ koma meistarflokknum, sem er í 2. deild upp í 1. deild. Hjá liđinu eru nú ţegar ungar og efnilegar stelpur ásamt nokkrum reynslumeiri. Unniđ er ađ ţví ađ stćkka leikmannahópinn og hafa Harpa Ásgeirsdóttir og Dagbjört Ingvarsdóttir endurnýjađ samninga sína viđ liđiđ. Harpa hefur spilađ 141 leik fyrir Völsung og skorađ 46 mörk. Hún hefur einnig spilađ međ KR í efstu deild. Dagbjört hefur spilađ 79 leiki fyrir Völsung og skorađ 13 mörk. Hún hefur veriđ fyrirliđi liđsins undanfarin tvö ár.
En hvađ finnst John um ađ vera kominn til starfa hjá Völsungi?
"Ég er himinsćll og glađur ađ vera komin aftur til Íslands! Ég var farin ađ sakna rćkjusalatsins og ţessarar miklu orku og metnađar sem einkennir Íslendinga. Ţetta er á margan hátt bara eins og á Írlandi - bara á öđru tungumáli!
Ef ţiđ rekist á mig ţá hikiđ ekki viđ ađ heilsa og spjalla. Ég er alltaf tilbúinn ađ setjast niđur og rćđa boltann, heilsu og líkamsrćkt. Nú eđa bara hvađ sem ţiđ viljiđ spjalla um!
Húsavík er dásamlegur stađur og gćđin hér í Völsungi og starfinu eru mjög mikil. Ég get hreinlega ekki beđiđ eftir ţví ađ fá ađ taka ţátt í ţeirri uppbyggingu sem er framundan hér og skrifa söguna á jákvćđan hátt fyrir ţennan magnađa bć og frábćra félag!