Jakobsvegurinn - Ferðasaga þriðji hlutiFólk - - Lestrar 1816
Þegar við hjóluðum af stað frá Burgos að morgni sjötta dags ferðar okkar um Jakobsveginn fannst okkur frekar kalt.
Við vorum orðnar ískaldar á puttunum þegar við komumst út úr borginni og í sólargeislann, en hitinn var aðeins 12 gráður.
Áð við lítið þorp á sléttunni.
Allt var meira og minna slétt og gekk ferðin vel í gegnum nokkur lítil þorp. Um hádegið vorum við komnar til Castrojeriz sem er mjög fallegur bær á sléttunni, þar fórum við í skemmtilega búð og versluðum okkur brauð og ávexti í nesti áður en við héldum upp einu brekkuna sem varð á vegi okkar þennan daginn.
Carstojerez framundan.
Götumynd frá Castrojerez.
Verslað nesti fyrir daginn í búðinni góðu í Castrojerez.
Komnar upp brekkuna og horfum til baka á Castrojerez.
Sléttan stendur alveg undir nafni.
Nestispása á sléttunni.
Að koma til bæjarins Frómista.
Í Frómista.
Seinnipartinn náðum við til bæjarains Carrión de los Condes, en þá var orðið fullt á tveimur albergium sem við komum við á. En lukkan var með okkur því við rákumst á konu út á götu sem spurði hvort okkur vantaði gistingu, og hjóluðum við á eftir henni aðeins út fyrir bæinn þar sem hún hafði íbúð sem hún leigði okkur, og deildum við íbúðinni með einni ítalskri konu.
Dagur 7.
Og áfram héldum við eftir sléttunni í gegnum nokkur lítil þorp og bæinn Sahagún og svo enn fleiri þorp, og allt var slétt svo langt sem augað eigði. Við hittum Hollending sem var búinn að hjóla heiman frá sér og í gegnum Belgíu og Frakkland á 18 dögum.
Í bænum Sahagún.
Seinnipartinn komum við í bæinn Mansilla de las Mulas og þar fengum við inni á gömlu og huggulegu alberguie í 12 manna herbergi.
Huggulegur bakgarður á alberginu í Mansilla de las Mulas, þar sem við borðuðum um kvöldið.
Dagur 8.
Eftir góðan morgunverð drifum við okkur af stað í fallegu veðri, en frekar svölu svona fyrsta klukkutímann en það hlýnaði fljótt þegar sólin fór að skína. Borgin Leon varð næst á vegi okkar og þar leituðum við að hjólaverkstæði þar sem Guðrún fékk nýjan ventil og meira loft. Við stoppuðum svo í gamla borgarhlutanum við fallega kirkju, og einnig á stóru torgi þar sem við fengum okkur að borða.
Í borginni Leon.
Á sléttunni sáum við nokkuð víða fjárhirða með hjarðir sínar og nokkra hunda sem héldu hópunum saman. Einnig rákumst við á einn pílagrím með asna sem bar farangurinn. Seinnipartinn náðum við til bæjarins Astorga og gistum þar á fínu alberguie.
Stundum var rosalega gott að finna skugga.
Fjárhirðir á sléttunni.
Sá gamli með asnann sem burðardýr.
Í Hospital de Órbigo var þessa brú að finna og ekki var gott að sjá hvenær hafði runnuð undir hana síðast.
Í Astorga.
Guðrún Kristín alsæl með kjúklingasalatið góða sem við elduðum í Astorga.
Svona var þetta yfirleitt á albergiunum á kvöldin þegar ferðalangarnir voru búnir að þvo af sér svita og ryk dagsins.
Dagur 9.
Þá var nú komið aftur að brekkunum eftir nokkuð slétta 3 daga, en frá Astorga sem er í um 900 m hæð stefndum við á fjallið Cruz de Ferro í 1500 m. hæð og náðum við því um hádegið, en þá hafði grænmetissali á sendibíl boðið okkur far upp brekkurnar fyrir 4 evrur en við vorum fljótar að afþakka það. Enda orðnar svo góðar í brekkunum og verðlaunin létu ekki á sér standa þegar upp var komið, og voru næstu 15 km. niður á við, æðisleg salibuna.
Komnar upp á Cruz de Ferro.
Fórum í gegnum bæinn Ponferrada seinnipartinn og þá var hitinn kominn í 34 stig, en við ákváðum að fara aðeins lengra og enduðum í bænum Cacabelos þar sem við gistum á alberguie við kirkjuna.
Castrojerez í fjarska.
Allstaðar þessi yndilegu blóm.
Dagur 10.
Nú tóku við brekkur upp í bæinn Villafranca del Bierzo sem er fallegur bær undir háum fjöllum, þar stoppuðum við við kirkjuna og mynduðum okkur við náðardyrnar „puerta del perdon“ en sagan segir að þar hafi pílagrímar fengið syndaaflausn ef þeir treystu sér ekki yfir síðasta fjallgarðinn og alla leið til Santiago de Compostela.
Við náðardyrnar í Villafranca del Bierzo.
Við stoppuðum í þorpinu La Portela og borðuðum nestið okkar á bekk bak við kirkjuna, og þar sáum við þessa fjölskyldu að taka upp kartöflur.
Versluðum okkur ávexti á götumarkaði í Villafranca del Bierzo.
En við héldum áfram uppá við í gegnum lítil þorp og bæi og stefndum á fjallið O Cebreiro í 1330 m. hæð, þar er fallegt þorp með hlöðnum steinhúsum og fullt af ferðamönnum sem voru komnir upp með rútum, stoppuðum góða stund, fengum okkur ís og nutum útsýnisins.
O Ceibreiro.
En héldum svo áfram eftir fjallshryggnum um 10 km leið áður en við fórum að bruna niður. Enduðum í bænum Samos og fengum gistinu í gömlu munkaklaustri það sem 70 manns sváfu í einum sal.
Munkaklaustrið í Samos, þar sem við gistum í þessum sal alls 70 manns.
Staðarhaldarinn í klaustrinu hann Perdon og Guðrún Kristín.
Hann Perdon var algjört æði og vildi allt fyrir okkur gera.
125 km. eftir til Santiago de Compostela...........
Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða þær í stærri upplausn.