07. ágú
Jafntefli á ÓlafsfirðiÍþróttir - - Lestrar 148
Völsungur gerði svekkjandi jafntefli við KF á Ólafsfjarðarvelli í gærkveldi.
Bjarki Baldvinsson og Sæþór Olgeirsson komu Völsungi í 2-0 snemma í fyrri hálfleik en Theodore Wilson og Oumar Diouck jöfnuðu fyrir KF undir lok leiksins.
Völsungur er í öðru sæti 2. deildar með 27 stig en Þróttur V er á toppnum með 32. KV er í þriðja sæti með 25 stig en á leik til góða á Völsung. KF er svo í fjórðasæti með 25 stig.