Íslandsbanki færir sig um setFréttatilkynning - - Lestrar 508
Útibú Íslandsbanka flytur í nýtt húsnæði á Húsavík næsta vor.
Samið hefur verið við Gb5 ehf. um leigu á Garðarsbraut 5 fyrir útibúið sem verður á 1.hæð í hluta sem nefnist Garðar.
Í fréttatilkynningu kemur fram að stefnt sé að flutningi um miðjan apríl 2023 að afstöðnum lagfæringum sem hefjast í október næstkomandi.
„Við hlökkum til flutningsins, enda kemur nýtt húsnæði til með að styðja við og efla þjónustu okkar á svæðinu. Öll hönnun og virkni nýja útibúsins tekur mið af sveigjanleika í skipulagi, nýrri tækni, öflugri ráðgjöf og persónulegri þjónustuupplifun,“ segir Margrét Hólm Valsdóttir, útibússtjóri Íslandsbanka á Húsavík.
Núverandi húsnæði Íslandsbanka að Stóragarði 1, þar sem bankinn hefur verið undanfarna áratugi, verður sett á sölu.
Garðarsbraut 5.
Garðarsbraut 5 lengst til vinstri og Stórigarður 1 lengst til hægri.