Ísabella kom inn á fyrir móður sína gegn Vestra

Völsungar fengu Vestra í heimsókn á PCC völlinn í gær og skemmst frá því að segja að þær grænklæddur unnu leikinn örugglega.

Ísabella kom inn á fyrir móður sína gegn Vestra
Íþróttir - - Lestrar 119

Ísabella Anna á fleygiferð upp kantinn.
Ísabella Anna á fleygiferð upp kantinn.

Völsungar fengu Vestra í heimsókn á PCC völlinn í gær og skemmst frá því að segja að þær grænklæddur unnu leikinn örugglega.

Þær eru með fullt hús stiga á toppi 2. deildar eftir fimm umferðir.

Krista Eik Harðardóttir kom Völsungum á bragðið og Halla Bríet Kristjánsdóttir bætti við tveim mörkum áður en Harpa Ásgeirsdóttir skoraði fjórða mark Völsungs á 72. mínútu.

Tíu mínútum síðar fór hún af velli og inn á kom í hennar stað dóttir hennar Ísabella Anna Kjartansdóttir. Ísabella er fædd árið 2011 og var að spila sinn fyrsta leik.

Það var svo Ólína Helga Sigþórsdóttir sem skoraði fimmta og síðasta mark Völsungs í leiknum.

Ljósmynd Hafþór

Harpa út af og Ísabella Anna inn á.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744