19. mar
Ingvar Þorvaldsson sýnir í SafnahúsinuAlmennt - - Lestrar 212
Ingvar Þorvaldsson listmálari er kominn í bæinn og opnaði sýningu á verkum sínum í Safnahúsinu í dag.
Þar sýnir hann 41. vatnslita- og olíumálverk, bæði landslags og stemmingsmyndir.
Sumar hverjar eru af hans heimaslóðum hér fyrir norðan en annars hann sækir myndefnið víðsvegar í náttúru landsins.
Sýningin verður opin daglega frá kl. 15-18 fram til 28. mars sem er annar dagur páska og óhætt er að hvetja Húsvíkinga, nærsveitunga og gesti þeirra til að leggja leið sína í Safnahúsið .
Ingvar Þorvaldsson við eitt verka sinna á sýningunni.