22. júl
Ingvar Þorvaldsson sýnir í HlynAlmennt - - Lestrar 243
Myndlistin er aldrei langt undan þegar Mærudagarnir eru annars vegar og að þessu sinni er Ingvar Þorvaldsson listmálari með málverka-sýningu á sínum heima-slóðum.
Hann hefur oft áður sýnt verk sýn á bæjarhátíð Húsvíkinga en sýning Ingvars er í Hlyn, félagsheimili eldri borgara á Húsavík.
Þar sýnir hann um fimmtíu verk, bæði vatnslitamyndir og olía á striga.
Allir eru hjartanlega velkomnir á sýninginu sem opnaði í gær, fimmtudag, og stendur fram yfir Mærudaga og lýkur þriðjudaginn 26. júlí.
Ingvar Þorvaldsson við fallega Húsavíkurmynd sem er á sýningunni í Hlyn.