Ingó veðurguð gleður grunnskólabörn

Ingó veðurguð þverar nú landið og heimsækir grunnskóla landsins til að gleðja krakka. Hann bauð öllum grunnskólabörnum á Húsavík á smá tónleika í

Ingó veðurguð gleður grunnskólabörn
Almennt - - Lestrar 604

Unglingarnir kunna að meta heimsóknina
Unglingarnir kunna að meta heimsóknina

Ingó veðurguð þverar nú landið og heimsækir grunnskóla landsins til að gleðja krakka. Hann bauð öllum grunnskólabörnum á Húsavík á smá tónleika í Íþróttahöllinni í dag og komu allir nemendur Borgarhólsskóla saman þar að þessu tilefni.

Óhætt er að segja að Ingó hafi heillað bæði nemendur og starfsfólk með skemmtilegu fasi, söng og gleði. Krakkarnir kunnu flesta texta með lögum Veðurguðanna og sungu mikinn enda ómaði höllin af söng.

Stelpur úr 10. bekk voru ánægðar með Ingó og fengu eiginhandaráritun hjá honum

Nokkrir strákar úr 10. bekk voru líka ánægðir með heimsóknina.

Myndir tók Anna María Þórðardóttir


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744