IGIA10 Fyrsta íslenska leikjagerðar samkeppnin

Í okt/nóv 2009 hófst ferli í kringum samkeppnina IGI Awards 2010 (IGIA) sem samtökin Icelandic Gaming Industry (IGI) halda á sviði hönnunar og smíði

IGIA10 Fyrsta íslenska leikjagerðar samkeppnin
Aðsent efni - - Lestrar 290

Í okt/nóv 2009 hófst ferli í kringum samkeppnina IGI Awards 2010 (IGIA) sem samtökin Icelandic

Gaming Industry (IGI) halda á sviði hönnunar og smíði tölvuleikja. Keppni lýkur í lok mars 2010

og er skráning öllum opin alveg til loka dags keppninnar. Skráning, sem og allt ferlið við IGIA, er

þátttakendum að kostnaðarlausu, enda allt unnið af meðlimum IGI í sjálfboðavinnu.

Í þessu ferli eru einnig mánaðarlegir fyrirlestrar þar sem helstu atriði tölvuleikjagerðar eru kynnt

þátttakendum og er þar um að ræða fyrirlesara sem eru meðal helstu sérfræðinga landsins á sínu

sviði. Nú þegar hafa 3 slíkir fyrirlestrar verið haldnir og má finna upptökur af þeim á nýrri YouTube

síðu samtakanna:http://www.youtube.com/icelandicgaming

 

Reynt er eftir fremsta megni að koma einnig til móts við keppendur utan höfuðborgarsvæðisins og

má þar helst nefna upptökur fyrirlestranna, sem og sérstök aukaverðlaun sem nýlega náðust

samningar um. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf (AÞ) og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar bs

(AFE) munu veita sérstök aukaverðlaun fyrir einn þátttakanda/hóp af starfssvæði félaganna.

Verðlaun þessi eru óháð aðalverðlaunum keppninnar og eru í formi 6 mánaða aðgengis að einni

skrifstofu/vinnustöð á vegum atvinnuþróunarfélaganna, ásamt aðgengi að ráðgjöfum og þjónustu

þeirra.

 

Er það skilyrði sett að sá sem þau hlýtur sé búsettur eða með lögheimili á starfssvæði AÞ eða AFE

og/eða að framtíðarstarfsemi sú sem kunni að spretta úr þessari vinnu þátttakandans fari fram á

svæði annars hvors atvinnuþróunarfélagsins eftir að verðlaunin hafa verið nýtt. Verða verðlaunin

valin sameiginlega af dómnefnd IGI Awards og fulltrúum atvinnuþróunarfélaganna og veitt þeim

þátttakanda, eða hópi þátttakenda, sem þykja skara framúr í keppninni ásamt því að uppfylla

áðurnefnd skilyrði.

 

Við þetta bætir svo Nýsköpunarmiðstöð Íslands 2 bókum útgefnum af þeim á sviði stjórnun og

vöruþróunar til vinningshafa.

Aðalverðlaun keppninnar eru svo samansett af glæsilegri HP Touchsmart IQ522sc

margmiðlunartölvu með snertiskjá frá Opnum Kerfum (www.ok.is), námsvist sigurvegaranum að

kostnaðarlausu á haustönn 2010 hjá Viðskiptasmiðjunni (www.klak.is/vidskiptasmidjan), frí aðstaða

til 6 mánaða á Frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

(http://www.nmi.is/impra/frumkvodlasetur/), áðurnefndar bækur frá NMI á sviði stjórnunar og

vöruþróunar og ýmiss frekari stuðningur frá samtökunum til að vinna að vinningsleiknum. Má því

með sanni segja að sigurvegarar keppninnar hafi, auk aðstöðu og búnaðar, aðgengi að helstu

sérfræðingum landsins í tölvuleikjagerð, atvinnuþróun, frumkvöðlastarfsemi og sprotafyrirtækjum.

Meðal annarra vinninga má svo einnig nefna námskeið hjá Nýsköpunarmiðstöð og eintök af

Microsoft Expression Studio í boði Microsoft á Íslandi. Einnig verður sigurvegurum gefinn kostur á

að kynna sig sérstaklega á vettvangi IGI sem og GameTíví, kjósi þeir svo.

 

Áhugi á keppninni hefur verið gríðarlega mikill og eru alltaf að bætast fleiri í hóp áhugasamra.

Eru allir áhugasamir því hvattir til að skrá sig á vef IGI og ganga í IGIA10 hópinn sem fyrst til að

geta verið með okkur á næstu hittingum, en næsti fyrirlestur á vegum IGIA fer einmitt fram

laugardaginn eftir Framadaga, 13.Feb nk (og verður settur á netið stuttu síðar)

 

Nánari upplýsingar um keppnina má finna á vef IGI http://www.igi.is og

http://www.igi.is/group/igia10

Nánari upplýsingar um atvinnuþróunarfélögin er að finna á

http://www.afe.is/og http://www.atthing.is

og um Nýsköpunarmiðstöð á:

http://www.nmi.is/

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744