Húsavíkurball á SPOT

Húsvíkingurinnog Ţingeyingurinn Friđgeir Bergsteinsson hefur ákveđiđ ađ slá upp Húsavíkur-/ Ţingeyingaballi á SPOT, Kópavogi föstudagskvöldiđ 30.september

Húsavíkurball á SPOT
Ađsent efni - - Lestrar 296

Addi söngvari SOS í ham.
Addi söngvari SOS í ham.

Húsvíkingurinnog Þingeyingurinn Friðgeir Bergsteinsson hefur ákveðið að slá upp Húsavíkur-/ Þingeyingaballi á SPOT, Kópavogi föstudagskvöldið 30.september 2011. Hann hefur haldið Húsavíkurkvöld undanfarin þrjú ár með góðu gengi og þetta kvöld er ekki af verri endanum. Friðgeir hefur fengið húsvísku hljómsveitina SOS ásamt söngkonunni Ínu Valgerði með sér í lið og svo er aldrei að vita nema að það komi leynigestur á staðinn og taki eitt til tvö lög með SOS.

Ballið byrjar um kl. 00:00 og hvetur Friðgeir fólk til að mæta snemma á staðinn og að sjálfsögðu vonast hann til að sjá sem flesta á þessu balli en um 300 manns mættu í fyrra þegar Von spilaði fyrir dansi.

 

Friðgeir hefur haft spurnir af árgangsmóti nemanda úr Laugaskóla sem ætla fjölmenna á ballið og þá vonast hann eftir því að sjá brottflutta Húsvíkinga og Þingeyinga og  ekki síst þá sem búa á Húsavík núna.

 

1500.- krónur kostar inn á SPOT þetta kvöld... Einn heppin/n sem kemur á ball fær óvæta gjöf frá Húsavíkurfélaginu!

 Friðgeir hefur unnið með þekktum hljómsveitum gegnum tíðina og þar má nefna: Land og Syni, Skítamóral, Vinum Sjonna (júróvison drengjum, sem eru að fara spila á Hótelinu á Húsavík 8.október nk), og hinum og þessum tónlistarmönnum gegnum tíðina.

 

Ef það eru einhverjar spurningar eða eitthvað bendir Friðgeir á  að hann svarar öllum tölvupóstum á netfangið fridgeirb@gmail.com og líka svarar hann í síma 8665009 og 8960595.

 Hlakkar hann til að sjá sem flesta á ballinu (auðvitað er öllum öðrum boðið) og vill hann einnig minna alla á að Kirkjukórinn í Húsavíkurkirkju verða með tónleika í Neskirkju daginn eftir(laugardaginn 1.sept) kl.17:00..

Gerum þetta að Húsavíkur-og Þingeyingahelgi í Höfuðborginni!!

Friðgeir Bergsteinsson.

(Fréttatilkynning)


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744