HÚSAVÍK´87 opnar í SafnahúsinuFréttatilkynning - - Lestrar 195
Sýningin HÚSAVÍK ´87, með athyglisverðum verkum eftir Ingu Huld Tryggvadóttur, opnar í Safnahúsinu á Húsavík á morgun, laugardaginn 19. ágúst kl. 14.
Verkin á sýningunni eru unnin úr endurunnum gos- og bjórdósum og sýna minningarbrot listakonunnar frá sumardvöl hjá ömmu og afa á Húsavík í æsku.
Undarlegar mjólkurfernur, dáleiðandi veggfóður, nýuppteknar kartöflur, rabarabari með sykri, skrýtin bílnúmer, sumarblóm og endalaus útivera með lykt af nýtíndum bláberum er meðal þess sem berja má augum.
Inga Huld Tryggvadóttir útskrifaðist með BFA gráðu í myndlist frá San Francisco State University árið 2005 og Master of Fine Arts gráðu frá Pratt Institute árið 2007. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum.