HSÞ-Til fyrirtækja

Næsta sumar verður landsmót UMFÍ haldið á Selfossi, en það er haldið á fjögurra ára fresti. Mótsdagarnir eru 4. – 7. júlí.

HSÞ-Til fyrirtækja
Aðsent efni - - Lestrar 689

Næsta sumar verður landsmót UMFÍ haldið á Selfossi, en það er haldið á fjögurra ára fresti.  Mótsdagarnir eru 4. – 7. júlí.

Héraðssamband Þingeyinga stefnir á mótið með mikið lið og vill senda keppendur í allar keppnisgreinar sem stundaðar eru á sambandssvæðinu. Skapa þannig félagslegan og eftirminnilegan viðburð fyrir þátttakendur og sýna um leið hvers Þingeyingar eru megnugir.

HSTH

Þegar slíkur viðburður er framundan hjá UMFÍ leitar mótshaldari gjarnan eftir styrkjum um allt land. HSÞ vill því beina því til fyrirtækja á sambandssvæðinu fái þau slíkar hringingar, að beina styrkjum sínum og auglýsingafé frekar heim í hérað og styrkja þannig þingeyskt íþróttafólk.

Nú á haustmánuðum mun HSÞ leita til fyrirtækja í héraðinu um stuðning við landsmótsferðina 2013. Eitt af því sem fyrirtæki geta gert er að „kaupa“ keppnislið í einstökum greinum, sem fara þá á mótið í boði viðkomandi fyrirtækis.

Þá verður gefið út landsmótsblað skömmu fyrir mót og fleira er í bígerð til fjáröflunar og kynningar.

Landsmótsnefnd HSÞ vegna 2013 skipa:

Halldóra Gunnarsdóttir, Umf. Langnesinga, formaður

Ingólfur Víðir Ingólfsson, Umf. Einingunni, ritari

Jóakim Júlíusson, Íþrf. Völsungi, gjaldkeri

Jóhanna Kristjánsdóttir, Umf. Bjarma

Kristján Þ. Halldórsson, Umf. Snerti


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744