Hraðskákmót Goðans 2008

Hraðskákmót Goðans 2008 verður haldið 27 desember á Húsavík. Teflt verður í sal Framsýnar-stéttarfélags að Garðarsbraut 26. Mótið hefst stundvíslega kl.

Hraðskákmót Goðans 2008
Aðsent efni - - Lestrar 262

Hraðskákmót Goðans 2008 verður haldið 27 desember á Húsavík. Teflt verður í sal Framsýnar-stéttarfélags að Garðarsbraut 26. Mótið hefst stundvíslega kl. 13:00 og áætluð mótslok eru kl. 16:00. Þátttökugjald er 500 kr.

 

Tefldar verða 11. umferðir eftir Monrad-kerfi og er umhugsunartíminn 5 mín. á mann. Veitt verða verðlaun fyrir þrjá efstu og nafnbótina hraðskákmeistari Goðans 2008!

Samhliða mótinu fer fram jólapakkahraðskákmót Goðans fyrir 16 ára og yngri. Það fer fram á sama stað og á sama tíma og hraðskákmót Goðans. Allir keppendur fá jólapakka og þrír efstu fá verðlaunapening. Ekkert þátttökugjald er í jólapakkamótið !

Æskilegt er að keppendur í jólapakkamótinu skrái sig til keppni hjá formanni Goðans (Hermanns) með því að senda póst á lyngbrekka@magnavik.is eða í síma 4643187 og 8213187 fyrir kl. 12:00 á mótsdegi. H.A.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744