Hótel Klettur-nýtt hótel á á horni Mjölnisholts og BrautarholtsAðsent efni - - Lestrar 577
Búa álfar á Hótel Kletti?
Sjón er sögu ríkari
Hótel Klettur er að mörgu leyti einstakt hótel þar sem allt útlit og innviði hótelsins fær innblástur frá íslenskri náttúru og sérstaklega frá íslenskum bergtegundum. Þannig er nafn hótelsins dregið af kletti sem hefur fengið að njóta sín á fyrstu hæð hótelsins og springur þar út í gegnum vegginn en ansi magnað er að sjá það.
Að margra mati er sá klettur í raun álfasteinn sem er ein aðalástæða þess að kletturinn fékk að halda sér. Þá er einnig steinn að utan við hlið hótelsins sem er þá líklega inngangur álfa. Það er því ákveðið álfaþema á fyrstu hæð hótelsins og fékk fundarsalurinn þar nafnið Álfahellirinn. Á fyrstu hæðinni er einnig bar og morgunverðarsalur og hefur það verið nefnt Álfasalurinn.
Hótel Klettur er fyrsta flokks 86 herbergja hótel sem er frábærlega staðsett í Mjölnisholti sem er aðeins um 300 metra fjarlægð frá Hlemmi. Á hótelinu er 20 svokölluð Deluxe herbergi sem eru á fimmtu og sjöttu hæð hótelsins. Deluxe herbergin eru annað hvort með einkasvölum sem snúa í suður eða frábæru útsýni yfir sundin og í átt að Esjunni.
Hefðbundin herbergi eru 66 að tölu og eru þau björt og vel búin. Í öllum herbergjum er gervihnattasjónvarp með tæplega 50 rásum, ísskápur, sími, strauborð og straujárn, öryggishólf og nettenging.
Morgunverður á fyrstu hæð hótelsins er innifalin í gistiverðinu. Á fyrstu hæð hótelsins er einnig bar sem státar af einu mesta mögulega úrvali af íslenskum bjór.
Hótel Klettur er því góður kostur bæði fyrir erlenda ferðamenn en ekki síður fyrir íslendinga sem eiga leið í höfuðborgina enda er hótelið frábærlega staðsett á horninu á Mjölnisholti og Brautarholti.
Hótel Klettur er nýtt hótel sem var opnað 15. júní og tilvalið að senda ljósmyndara til að mynda skemmtilega álfasteininn í kjallaranum.
Frekari upplýsingar veitir Geir Gígja, sölu- og markaðsstjóri, í síma 618-1381 eða á
netfanginu geir@hotelcabin.is
(Fréttatilkynning)