Hólmfríður fyrst íbúa á Hvammi til að fá bólusetningu við kórónuveirunniAlmennt - - Lestrar 347
Hólmfríður Hilma Sigurðardóttir var fyrst íbúa dvalarheimilsins Hvamms á Húsavík til að fá bólusetningu við kórónuveirunni.
Fyrstu skammtar af Pfizer bólu-efninu bárust á Norðurlandið í dag og var það afhent á starfsstöðvum HSN á Blönduósi, Sauðárkróki, Siglufirði, Dalvík, Akureyri og Húsavík þangað sem það kom rétt fyrir kl. 15.
Bólusetningin á dvalarheimilinu Hvammi fór fram nú síðdegis en áður höfðu einhverjir starfsmenn HSN fengið bólusetningu. Eins og áður segir varð það Hólmfríður Hilma, sem varð 100 ára fyrr á árinu, sem reið á vaðið og síðan vorur heimilismenn bólusettir hver á fætur öðrum.
Í þessari fyrstu sendingu komu 100 skammtar til HSN á Húsavík og ganga íbúar Hvamms og Skógarbrekku fyrir við bólusetningar reiknað er með að næsta sending af bóluefninu berist eftir um tvær vikur.
Katrín Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur á HSN á Húsavík sést hér gefa Hólmfríði bólusetninguna sem hún tók vel enda sagðist hún alvön þeim.
Bóluefnið gegn Covid-19 sjúkdómnum kom til HSN á Húsavík um miðjan dag í dag.
Ljósmynd Gaukur Hjartarson.