Höfuðborgarblaðið gefur út Reykjavíkurblað

Fréttablaðið ber þess augljós merki að vera orðið nokkurs konar héraðsfréttablað Höfuðborgarsvæðisins og skipar sér þar í flokk með ekki ómerkari blöðum

Höfuðborgarblaðið gefur út Reykjavíkurblað
Aðsent efni - - Lestrar 543

Fréttablaðið ber þess augljós merki að vera orðið nokkurs konar héraðsfréttablað Höfuðborgarsvæðisins og skipar sér þar í flokk með ekki ómerkari blöðum en Feyki á Sauðárkróki og Hellunni á Siglufirði. Héraðsfréttablöð hafa þann háttinn á að fjalla nær eingöngu um atburði sem eiga sér stað innan héraðs og svo þá sem snerta héraðsbúa sem beinum hætti. Við þessu er í sjálfu sér ekkert að segja, Fréttablaðið er eins og það er.  

 

Ólíkt kollegum sínum á Feyki og Hellunni hefur Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins í Reykjavík ákveðið að fara í stríð gagnvart utanhéraðsmönnum. Í leiðara helgarblaðsins hvetur ritstjórinn Guðbjart Hannesson til þess að fara í algerlega vanhugsaðan niðurskurð á heilbrigðisþjónustu utan Reykjavíkur.  Ég man satt best að segja ekki til þess að hafa heyrt þess getið að ritstjórarnir á Hellunni eða Feyki þau Albert og Guðný, hafi hvatt til þess að hætt yrði við glæpsamlega dýrt tónlistarhús í Reykjavík eða þá að vel á annað þúsund heilbrigðisstarfsmönnum verði sagt um í Reykjavík en það er sá fjöldi sem samsvarar hlutfallslega fækkun starfsmanna á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki, ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt.

 

Svo undarlegt sem það nú er, þá er gefið út vikulega sérstakt Reykjavíkurblað með Fréttablaðinu en það sem þar bar hæst var að borgarstjórinn okkar Jón Gnarr væri maður vonarinnar hygðist beita sínum kröftum að því að jafna aðstöðu katta og hundaeigenda!

Það væri óskandi að ritstjóri Fréttablaðsins liti nú aðeins út fyrir túnfótinn og áttaði sig á því að helsta vonin til gjaldeyrissköpunar þjóðarinnar sé að veita meira atvinnufrelsi út í hinar dreifðu byggðir og stórauka með því sókn í nytjastofna Íslendinga.

Sigurjón Þórðarson

formaður Frjálslynda flokksins.

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744