Hnattræn breyting-Ljósmyndasýning.

Safnahúsið á Húsavík í samvinnu við Sendiráð Kanada á Íslandi og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar Þann 24. apríl næstkomandi opnar fróðleg og skemmtileg

Hnattræn breyting-Ljósmyndasýning.
Aðsent efni - - Lestrar 342

Safnahúsið á Húsavík í samvinnu við Sendiráð Kanada á Íslandi og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar

Þann 24. apríl næstkomandi opnar fróðleg og skemmtileg ljósmyndasýning í Safnahúsinu á Húsavík.  Ljósmyndasýningin er gerð í samstarfi Canadian Geographic og Canadian Museum of Nature. Sýningin hefur það að markmiði að efla alþjóðlega umræðu um loftslagsbreytingar. Sýningin samanstendur af
ljósmyndum eftir fremstu náttúrulífsljósmyndara heims s.s. eins myndir eftir Benoit Aquin sem hlaut Prix Pictet verðlaunin árið 2008.

Ljósmyndirnar eru frá fjórum heimsálfum og lýsa eftirfarandi: Kanada -hvernig takast Grise Fiord Inúitar á við afleyðingar loftslagsbreytinga. Evrópa - hver eru áhrif loftlagsbreytinga á víniðnaðinn.  Afríka  - áhrif
snjóbráðnunar á fjallstoppi Kilimanjaro á Masai bændur og villt dýralíf. Suðurskautið – áhrif loftlagsbreytinga á straum ferðamanna til suðurskautsins. Kyrrahafseyjar - viðbrögð íbúa í suður-Kyrrahafi við hækkandi sjávarborði.

Sýningin hefur verið sett upp víða um heim s.s. í Skoska þinghúsinu, PARIS menningarmiðstöðinni, og eftir að sýningin hefur verið sett upp á Húsavík heldur hún til Konunglega landfræðifélagsins í London og þar á eftir á COP15 loftslagsráðstefnu í Kaupmannahöfn á vegum Sameinuðuþjóðana sem haldin verður í haust.

Sýningin stendur frá 23. apríl til 8. maí.

Aðgangur er ókeypis.

Sýningin verður opin nú um helgina laugardaginn 25. apríl og sunnudaginn
26. apríl frá kl. 10:00 - 17:00.

Frekari upplýsingar um sýninguna veitir Sigurjón Baldur Hafsteinsson,
forstöðumaður Safnahússins í síma 464 1860.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744