Hlutdeild Húsavíkurflugvallar í innanlandsflugi undir 1% árið 2023Almennt - - Lestrar 124
Flugfarþegum um Húsavíkurflugvöll fækkar á milli áranna 2022 og 2023 úr 8.597 farþegum í 5.986.
Þetta kemur fram á heimasíðu Gaums en hluteild í innanlandsflugi fer í fyrsta skipti undir 1% frá því árið 2012, eða árið sem áætlunarflug hófst á ný til Húsavíkur.
Farþegum um Akureyrarflugvöll fjölgaði úr 163.586 í 168.162. Farþegar um Akureyrarflugvöll eru á árinu 2023 enn um 16 þ´ús. færri en var fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn. Hlutdeild Akureyarflugvallar í innanlandsflugvelli lækkar úr 25,35% í 25,27%.
Farþegum um Þórshafnarflugvöll fækkar úr 797 í 786 eða um 11 manns. Hlutdeild í innanlandsflugi er sú sama og árið áður 0,12%
Heildarfjöldi farþega um þá flugvelli sem fylgst er með a´vettvangi Gaums er 174.934 á árinu 2023 og eru 21.818 færri en var árið 2019. Hlutfallsleg fjölgun farþegar á milli áranna 2022 og 2023 nemur 1,13%. Hlutfallsleg fjölgun farþega í innanlandsflug í heild er 3,13% eða tveimur prósentustigum hærri en á vöktunarsvæði Gaums og samanburðarsvæðtum samtals.