Hljómsveitin B.Sig á Gamla Bauk

Hljómsveitin B.Sig spilar á Gamla Bauk laugardaginn 18.apríl og hefjast tónleikarnir stundvíslega klukkan 22:00. Hljómsveitin var stofnuð árið 2006, eftir

Hljómsveitin B.Sig á Gamla Bauk
Almennt - - Lestrar 103

Hljómsveitin B.Sig spilar á Gamla Bauk laugardaginn 18.apríl og hefjast tónleikarnir stundvíslega klukkan 22:00. Hljómsveitin var stofnuð árið 2006, eftir að forsprakki  hennar, Bjarki Sigurðsson,  hafði verið að gutla á gítarinn sinn og  semja lög frá árinu 1994, þá 14 ára gamall.

 

Fannst honum tími til kominn að gera eitthvað við hugmyndirnar sínar  og snéri sér því að frændum sínum og tónlistarmönnum, þeim bræðrum, Berki H. Birgissyni gítarleikara og Daða Birgissyni Hammondleikara. Í hópinn bættust svo félagarnir Ingi Björn Ingason bassaleikari og  Kristinn Snær Agnarsson trommari.

Hljómsveitin small saman á fyrstu æfingu og var því ekki aftur  snúið. Saman byrjuðu þeir að fara yfir gamlar hugmyndir sem og að semja nýjar hugmyndir áður en ráðist var í upptökur á plötunni GOOD MORNING MR.EVENING, sumarið 2006.

Fór svo að platan kom út 30.apríl sama ár og hlaut afbragðs góða dóma. Hefur hún verið í ágætri spilun síðan þá, á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins.

B.Sig menn hafa verið duglegir að spila upp á síðkastið og spila  jafnan fyrir fullu húsi og það er nóg framundan hjá bandinu. Stefna þeir ótrauðir á að gefa út aðra plötu sem og að rækta garðinn heima.

 

 

"Besta live hljómsveit sem ég hef séð í langan tíma" Óli Palli Rás 2

"Frábært band sem enginn má missa af" Ágúst Bogason Rás 2

"Hvað er hægt að segja, frábær plata" KK

 

 

Áhugasamir geta fylgst með á www.myspace.com/bsigmusic.

http://www.facebook.com/pages/BSig/43196853448

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744