Hermína nýr formaður STH

Hermína Hreiðarsdóttir var kjörin formaður Starfsmannafélags Húsavíkur á aðalfundi félagsins sem fór fram mánudaginn 6. september. Fundurinn var haldinn í

Hermína nýr formaður STH
Almennt - - Lestrar 249

Ný stjórn STH.
Ný stjórn STH.
Hermína Hreiðarsdóttir var kjörin formaður Starfsmanna-félags Húsavíkur á aðalfundi félagsins sem fór fram mánudaginn 6. september.
 
Fundurinn var haldinn í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26.
 
Hermína Hreiðarsdóttir var kjörin formaður félagsins og er hún boðin velkomin til starfa. Hermína starfar á skrifstofu Norðurþings sem þjónustu- og skjalafulltrúi.
 
Aðrir í stjórn eru; Bergljót Friðbjarnardóttir, Fanney Hreinsdóttir, Berglind Erlingsdóttir og Sylvía Ægisdóttir. (framsyn.is)

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744