Heiðar Hrafn og Hólmfríður sigruðu BotnvatnshlaupiðÍþróttir - - Lestrar 496
Botnvatnshlaup Landsbankans og Skokka fór að venju fram á Mærudögunum en nú brá svo við að það fór fram á föstudeginum.
Oftast nær hefur það verið haldið fyrir hádegi á laugardegi Mærudaga en rétt um 50 hlauparar tóku þátt í vegalengdunum tveimur.
Þó mun fleiri í lengri vegalengdinni hvar hlauparar fóru rúman hring í kringum Botnsvatn, niður með Búðará og inn í Skrúðgarð.
Það viðraði frábærlega til hlaupa, rétt um 10 stiga hiti og hægviðri. Mikið hafði rignt fyrr um daginn og voru stígarnir því sleipir á köflum en að öðru leyti voru aðstæður hinar bestu.
Fv. Hólmfríður, Anna Halldóra og Sigrún BJörg.
Hólmfríður Aðalsteinsdóttir kom fyrst kvenna í mark í 8,3 km hlaupi á tímanum 34:07. Í öðru sæti varð Anna Halldóra Ágústsdóttir á 37:02 og í þriðja sæti Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir á 38:59.
Fv. Adrien Marcel, Heiðar Hrafn og Höskuldur.
Hjá körlunum varð Heiðar Hrafn Halldórsson fyrstur á tímanum 33:11. Adrien Marcel Albrecht varð annar á 33:15 og Höskuldur Borgþórsson þriðji á 35:12.
Landsbankinn gaf fyrstu verðlaun, Framsýn Stéttarfélag önnur verðlaun og Mjólkursamsalan þriðju verðlaun. Einnig voru veitt útdráttarverðlaun frá Norðlenska, Veitingahúsið Salka, Gentle Giants Whale Watching, North Sailing, Húsavík Adventures, Húsavík Whale Museum og Geosea.
Hlaupahópurinn Skokki vill þakka styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn, sem og öllum þátttakendum og þeim sem hjálpuðu til við framkvæmd keppninnar.
Heildarúrslit má finna á hlaup.is"