Hátíðardagskrá á síðasta vetrardag og sumardaginn fyrsta

Síðasta vetrardag og sumardaginn fyrsta verður haldin mikil hátíð í bænum. Tilefni hátíðarinnar er til komin vegna stofnunar hollvinasamtaka

Síðasta vetrardag og sumardaginn fyrsta verður haldin mikil hátíð í bænum. Tilefni hátíðarinnar er til komin vegna stofnunar hollvinasamtaka Tónlistarskóla Húsavíkur. Fjölmargir fyrrum nemendur sýna skólanum þann heiður að mæta og taka þátt í dagskrá. Dagskráratriði verða haldin í Húsavíkurkirkju, Gamla Bauk Veitingarhúsinu Sölku og í Hvammi.

 

Hátíðardagskrá
í tilefni stofnunar hollvinasamtaka
Tónlistarskóla Húsavíkur
síðasta vetrardag 22. apríl 2009

Húsavíkurkirkja
Dagskrá hefst kl. 17:30
Kynning á stofnun samtakanna, ávörp og heiðrun heiðursfélaga
Allir velunnarar skólans hvattir til að mæta!

Fram koma tónlistarmenn sem tengjast Tónlistarskóla Húsavíkur, s.s.:

Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðluleikari
Ásgeir Steingrímsson, trompetleikari
Ásta Magnúsdóttir, sópransöngkona
Þorvaldur Már Guðmundsson, gítarleikari
Reynir Jónasson, harmóníkuleikari

Salka veitingahús
Frá kl. 18:30
Þorvaldur Már Guðmundsson gítarleikari og nemendur Tónlistarskólans leika ljúfa dinnermúsik

Gamli Baukur
kl. 21:00 hefjast
Tónleikar söngnemenda úr Tónlistarskóla Húsavíkur
Dansleikur hefst kl. 23:30
Úrvalssveit húsvískra Tónlistarmanna leikur fyrir dansi

Sumardagurinn fyrsti
kl. 17:00 í salnum í Hvammi
Einsöngsnemendur Tónlistarskólans halda uppi fjölbreyttri söngdagskrá

Enginn aðgangseyrir en tekið verður á móti fjárframlögum
Undirbúningsnefndin

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744