Hátíð hafsins.

Laugardaginn 31. maí höldum við "Hátíð hafsins". Eins og á síðasta ári, verður hún í Höllinni, sem verður skreytt og ljósum prýdd í tilefni dagsins.

Hátíð hafsins.
Aðsent efni - - Lestrar 145

Helgi Flóventsson ÞH á sjómannadag.
Helgi Flóventsson ÞH á sjómannadag.

Laugardaginn 31. maí höldum við "Hátíð hafsins".

Eins og á síðasta ári, verður hún í Höllinni, sem verður skreytt og ljósum prýdd í tilefni dagsins. Dýrindis matur frá Gamla Bauk verður á borðum, söngur og gamanmál. Ljótu hálfvitarnir munu skemmta okkur með sínum alkunna hálfvitagangi og leiða okkur í gegnum sönginn.

Við hverfum með þeim aftur til fortíðar........niður fyrir bakkann.

Miðaverð verður það sama og í fyrra, kr. 5500-

matur, tónleikar með Hálfvitum og dansleikur með Kidda og félögum.

Einnig verður hægt að kaupa miða á dansleik og tónleika, kr. 2500-

Athugið að tónleikarnir hefjast kl. 23.oo

Miðapantanir:

Kristín Magg: 694-1693

Bjössi : 865-1842

Fyrir fimmtudaginn 29. maí nk.

Hátíð hafsins, hátíð okkar allra.

Með kveðju frá sjómannadagsráði.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744