Harpa íþróttamaður HSÞ 2019Íþróttir - - Lestrar 222
Viðurkenningar vegna kjörs íþróttamanns HSÞ 2019 voru afhentar í leikhléi á leik mfl. kvenna Völsungs og Keflavíkur í knattspyrnu í gær.
Það voru þau Selmdís Þráinsdóttir og Stefán Jónasson f.h. HSÞ sem afhentu verðlaunin ásamt Helgu Dögg Aðalsteinsdóttur fulltrúa frá Sparisjóðnum.
Í frétt á heimasíðu HSÞ segir að aðildarfélög, nefndir og ráð innan HSÞ geti tilnefnt einstaklinga til íþróttamanns ársins og kýs stjórn HSÞ íþróttamann ársins í viðkomandi grein. Íþróttamaður ársins er svo kosinn úr þeim hópi.
Stjórn HSÞ ásamt Sparisjóðnum veitti hverjum íþróttamanni peningalega gjöf, auk þess sem íþróttamanni ársins var færður peningalegur styrkur. Viljum við þakka Sparisjóðnum kærlega fyrir stuðninginn.
Það var Harpa Ásgeirsdóttir leikmaður Völsungs í knattspyrnu sem var kosin íþróttamaður HSÞ 2019 en hér má lesa nánar um íþróttamenn ársins í hverri grein.