Haraldur Jónsson opnar myndlistarsýningu í Safnahúsinu

Haraldur Jónsson – Sýningaropnun - Safnahúsið á Húsavík laugardaginn 28.febrúar kl. 14:00 HEIMSÓKN Orðið heimsókn er vel þekkt og í daglegri notkun

Haraldur Jónsson – Sýningaropnun - Safnahúsið á Húsavík laugardaginn 28.febrúar kl. 14:00

HEIMSÓKN

Orðið heimsókn er vel þekkt og í daglegri notkun í hinum  íslenskumælandi heimi. Það lætur lítið yfir sér en þegar nánar er skoðað felst í því ákveðinn ofsi, dulbúin ágengni og líka söknuður. Merking þess vísar bæði til tengslamyndunar og áhuga á öðrum,  forvitni, að sækja heim, til sóknar og leitar í heim, annan heim og sömuleiðis löngun að finna sér samastað, heimili, tilheyra, ná andanum. Heimsókn hefur sömuleiðis kirkjulega vísun og teiknar útlínur sem afmarka samtímis og þær einangra. Heim-sókn, heimasókn, sértrú, útilokun.

Í sýningarrýminu hanga uppi áreynslulausar ljósmyndir sem sýna smáatriði heimsins. Hljóðmynd vefur síðan þessar myndir saman með þremur röddum sem innan úr mismunandi hreim segja orð og setningar sem eru einkennandi fyrir daglegt mál.  Á milli raddanna eru drjúgar þagnir og þannig ramma þær inn rýmið og skynjun sýningargestsins.

Heimurinn og hreimurinn.

Haraldur hefur verið tilnefndur til Menningarverðlauna DV 2008 fyrir myndlist. Í umsögn dómnefndar segir m.a. um Harald og verk hans:

"Haraldur Jónsson hefur sýnt mikið síðustu tvo áratugi og þróað með sér afar sérstakt myndmál og framsetningu. Verk hans eru sjónræn og ágeng en um leið fæst hann oft við að hlutgera hið óáþreifanlega og efnislausa, þögnina og myrkrið eða einhverskonar hugboð og hugmyndir sem gera verk hans fyrir vikið enn áleitnari

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744