Hlvitar og Hvanndalsbrur Migari

Flagsheimili Migarur verur fullt af vitleysingum laugardagskvldi 7. nvember. Allavega svii, v ar vera hverjir ftur rum Hvanndalsbrur

Hlvitar og Hvanndalsbrur Migari
Asent efni - - Lestrar 107

Félagsheimilið Miðgarður verður fullt af vitleysingum laugardagskvöldið 7. nóvember. Allavega sviðið, því þar verða hverjir á fætur öðrum Hvanndalsbræður og Ljótu hálfvitarnir. Hljómsveitir sem þekktar eru fyrir að taka sig allsendis óhátíðlega, en líta hinsvegar mjög alvarlegum augum það verkefni sitt að skemmta fólki með öllum tiltækum ráðum. Það má eiginlega skora á fólk að láta sér leiðast á tónleikunum. Enginn verðlaun eru samt í boði fyrir þá sem ekki skemmta sér, enda frekar heimskulegt markmið.

Báðar þessar norðlensku fjörsveitir fara mikinn þessa dagana. Hálfvitar gera sig breiða í hverri spurningakeppninni á fætur annarri auk þess sem að spila fyrir fullum húsum hér og þar, og Hvanndalsbræður prýða vinsældarlistana með "La la laginu" og "Vinkonu".

Tónleikarnir í Miðgarði hefjast kl. 21.30. Forsala miða er á midi.is, í Ólafshúsi á Sauðárkróki og í Eymundsson á Akureyri.

 

 

 

 

 

 

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744