Hallgrímur Mar og Hrannar Björn framlengja um þrjú ár við KAÍþróttir - - Lestrar 366
Knattspyrnudeild KA gerði í dag þriggja ára samninga við Húsvíkingana Hallgrím Mar og Hrannar Björn Steingrímssyni.
Í tilkynningu á heimasíðu KA segir að báðir leiki þeir algjört lykilhlutverk í liði KA og hafi gert það í fjöldamörg ár.
Það sé ljóst að þessir samningar eru lykilskref í þeirri vegferð sem KA hefur verið að vinna í undanfarin ár.
"Hallgrímur Mar hefur leikið 191 leik fyrir KA í deild og bikar og í þeim gert alls 52 mörk. Hann hefur byrjað sumarið af gríðarlegum krafti, er einn af markahæstu mönnum Pepsi Max deildarinnar með 3 mörk auk þess sem hann gerði þrennu gegn Sindra í Mjólkurbikarnum.
Hrannar Björn hefur leikið 118 leiki fyrir KA í deild og bikar og í þeim gert 1 mark. Hann hefur leikið lengst af í bakverði hjá KA en hefur verið að leika í sumar á kantinum og því ansi líklegt að mörkin fyrir KA verði fleiri áður en sumri lýkur". Segir í tilkynningunni.